Viðskiptaskilmálar þessir eins og þeir eru á hverjum tíma gilda um alla þá þjónustu sem HUXIFY ehf. (hér eftir nefnt „félagið") lætur viðskiptavinum sínum í té. Neðangreindir skilmálar gilda eftir því sem við á hverju sinni nema um annað sé samið sérstaklega.
Viðskiptavini er óheimilt að afkóða (decompile), þýða (reverse engineer) eða á annan hátt taka í sundur hugbúnað sem honum er látinn í hendur af félaginu. Félagið á allan hugverkarétt á uppgötvunum og uppfinningum sem gerðar eru á grundvelli samnings aðila, nema ef slíkar uppgötvanir stafa einungis frá viðskiptavini.
Ef uppfinningin er sameiginleg eiga báðir aðilar rétt til að ráðstafa sínum hluta. Ef uppfinningin tilheyrir viðskiptavini einum, falla öll réttindi til hans. Viðskiptavinur veitir þó félaginu óafturkallanlegt og endurgjaldslaust leyfi til að nýta sér uppfinninguna á heimsvísu.
Skilmálar þessir fela ekki í sér yfirfærslu á höfundarétti milli aðila.
Lög nr. 42/2000 um þjónustukaup skulu gilda um þjónustu félagsins þar sem ákvæðum skilmálanna sleppir. Telji viðskiptavinur að þjónusta sé haldin galla, skal hann tilkynna félaginu um það um leið og hann verður gallans áskynja.
Viðskiptavinur sem ekki er neytandi skal tilkynna um galla innan eins árs frá afhendingu, neytandi innan tveggja ára. Að öðrum kosti fellur réttur til krafna niður.
Bótaábyrgð félagsins er takmörkuð við jafnvirði þeirrar þóknunar sem greidd var fyrir þjónustu síðustu þrjá mánuði fyrir tjónsatvik. Félagið er ekki ábyrgt fyrir tjóni sem stafar af notkun hugbúnaðar, gagnatapi, eða tjóni á fasteignum, lausafé eða persónum. Ekki er greitt bætur vegna náttúruhamfara eða force majeure.
Samningar og innihald þeirra eru háðir trúnaði milli aðila. Öll gögn og upplýsingar sem félagið verður vísara um viðskiptavin eða skjólstæðinga hans skulu vera trúnaðarmál.
Viðskiptavinur skal gæta trúnaðar um gögn og upplýsingar er varða félagið. Upplýsingar skal aðeins nota í þeim tilgangi sem þær voru fengnar fyrir og að því marki sem nauðsynlegt er við framkvæmd samnings.
Þagnarskylda gildir áfram eftir að samningssambandi lýkur.